Wilfred's

Wilfred's Aperitif

Sama hvernig viðrar þá þýðir Spritz í glasi að sumarið er komið. Það sem gerir þetta allt saman enn betra er að nú er hægt að sötra á 0% útgáfunni sem gefur þeirri upprunalegu ekkert eftir því Wilfred‘s, tónik og ís er einfaldlega uppskrift að sólskini í glasi. Óspennandi, dísætir og óhollir óáfengir valkostir fengu verkfræðinginn og kokteiláhugamanninn Chris Wilfred Hughes til að leggja upp í vegferð í leit að drykk sem væri í takt við tímann og byggi yfir öllu því sem góður drykkur þyrfti að hafa, nema áfengi! Bragð og gæði voru í fyrirrúmi í allri tilraunastarfseminni en eftir þónokkra leit um víða veröld komst Chris að því að bestu hráefnin í drykkinn hans voru þau sem minntu hann á heimaborgina London - ferskt rósmarín úr garði mömmu hans og beiskar appelsínur eins og í heimagerða marmelaðinu sem pabbi hans útbjó. Og eftir fleiri en 100 uppskriftaprófanir var hann kominn - Wilfred‘s fyrir hinn fullkomna 0% Spritz. Þá má sumarið koma.

 

2.900 kr