Sproud er fyrsti matvælaframleiðandi í heimi til að fá ISO26000 vottun
Sproud, sænski framleiðandi samnefndrar jurtamjólkur úr baunaspírum, tilkynnti á dögunum að þau eru fyrsti matvælaframleiðandi í heiminum til að hljóta ISO 26000 vottun, alþjóðlega staðlavottun þegar kemur að sjálfbærni ábyrgð fyrirtækja.
TLDR;
🌱 Sproud er fyrsti matvælaframleiðandi í heimi til að fá ISO26000 vottun
🌱 Vottunin er í takt við nýja tilskipun EU um sjálfbærni í rekstri og framleiðslu
🌱 Kolefnisspor Sproud er lægra en annarra plöntumjólkurdrykkja
🌱 Sproud er framleitt með baunaprótíni og inniheldur meira prótín, minni sykur og færri kolvetni en sambærilegar vörur
Vottunarferlið var unnið af þriðja aðila sem tók fyrir sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð Sproud, meðal annars með eftirliti á vinnslusvæðinu sjálfu. Sem hluti af vottunarferlinu hefur Sproud tekið fyrir virðiskeðju framleiðslunnar, hvernig hún samræmist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hvernig Sproud getur haft sem mest áhrif til hins betra í því tilliti.
Sproud var stofnað í Malmö í Svíþjóð árið 2018 og nú eru vörur fyrirtækisins fáanlegar í 30 löndum um allan heim. Með höfuðstöðvar sínar í Malmö og aðra skrifstofu í London, starfa 15 manns hjá fyrirtækinu.
„Við erum afar stolt af því að vinnan okkar er að fá vottun og viðurkenningu, þar sem sjálfbærni er rótgróinn þáttur í okkar viðskiptamódeli. Við höldum áfram að helga okkur framtíðarstarfinu þar sem plöntuafurðir og sjálfbærni eru í fyrirrúmi og þessi vottun er vitnisburður um þá skuldbindingu okkar,“ segir Sara Berger framkvæmdastjóri Sproud.
Framleiðsla matvæla með lægsta mögulega kolefnissporinu er grundvallarþáttur í starfsemi Sproud. Fyrir gagnsæi og nákvæmar mælingar hefur Sproud verið í samstarfi við CarbonCloud sem sérhæfir sig í greiningu á kolefnisspori vörutegunda. Fyrir Sproud þýðir þetta greining á öllum hlutum framleiðsluferlisins, frá ræktunarstöðum og þeim hráefnum sem notuð eru og alla leið í hillur verslananna. Gögn um kolefnisspor Sproud eru uppfærð á tveggja mánaða fresti á CarbonCloud svo þar má ávallt finna nýjustu upplýsingar og tölur.
Kolefnisspor vöruflokka Sproud er á bilinu 0.26-0.38 sem er lægra en allra annarra plöntumjólkurdrykkja sem fyrirfinnast á markaðinum.
Lykillinn að lágu kolefnisspori Sproud er framleiðsla úr jurtaríkinu, baunaspírurnar sem uppistöðuhráefni og ræktun sem krefst minna landsvæðis og vatnsnotkunar en til dæmis hafra-, soja- og hneturæktun. Þar að auki eru TetraPak umbúðirnar að langstærstum hluta, 88%, búnar til úr hráefni úr plönturíkinu, varan hefur 365 daga geymsluþol og ekki er þörf á kæligeymslu við flutning og dreifingu auk þess sem varan er framleidd innan Evrópu.
Lestu fleiri fréttir í dagbókinni okkar eða hafðu samband í hallo@akkurat.is til að panta vörur fyrir þitt veitingahús, bar, hótel, veislu, vinnustað eða allt hitt.