Copenhagen Sparkling Tea
Það eiga allir skilið að fagna með freyðandi búbblum! Þess vegna stofnuðu Jacob Kocemba og Bo Sten Hansen, Sparkling Tea Company í Kaupmannahöfn árið 2017. Markmiðið var einfalt: að bjóða upp á besta 0% drykk í heimi. Hér eru á ferð lífræn freyðite sem innihalda hágæða hráefni og engan viðbættan sykur og hafa viðtökurnar á Íslandi verið ævintýralega góðar. Við bjóðum upp á fjórar tegundir af freyðitei, tvær þeirra eru 0% og tvær með 5% áfengismagni sem fæst þegar lífrænu hvítvíni er bætt út í tegrunninn. Hvert og eitt þeirra er fullfært um að lyfta hvaða hittingi, veislu eða matarboði á enn hærra plan.
Lucky Saint
Bretar taka bjórinn sinn alvarlega. Einn tiltekinn Breti, Luke Boase, tók þó áskoruninni um að búa til frábæran 0% bjór enn alvarlegar, hætti í vinnunni sinni og hellti sér út í bruggvísindi og þrotlausa tilraunastarfsemi. Markmiðið var ekki síður að breyta hugsunarhætti fólks til 0% bjórs, allt frá tilhugsuninni, til drykkjarins sjálfs og loks upplifunarinnar. Og svo tókst það! Með úrvalshráefnum, hágæðavatni, einstakri nýrri bruggaðferð við að búa til áfengislausan bjór - og smá heppni - varð Lucky Saint 0% ósíaður lagerbjór að veruleika.
Lyre's
Í mörg ár vann drykkjarframleiðandinn Lyre‘s að því að gera hið ómögulega mögulegt – að gefa fólki frelsi til að fá sér góðan drykk á sínum eigin forsendum. Þannig varð til heil vörulína drykkja sem hefur alla eiginleika sterkra, klassískra drykkja, en inniheldur ekkert áfengi. Aðeins allra besta hráefnið frá öllum heimshornum ratar í uppskriftir Lyre‘s í leit að hinu fullkomna bragði en þar hefur þeim tekist einstaklega vel til. Með Lyre‘s má laga drykki með minna áfengismagni eða hafa þá hreinlega 0% allt eftir því hvað hentar hverjum og einum og tilefninu sjálfu. Það er engu til sparað í bragði og upplifun en í ofanálag helst hugsunin skýr og möguleikar morgundagsins eru endalausir þrátt fyrir góða skemmtun kvöldið áður.
Wilfred's
Sama hvernig viðrar þá þýðir Spritz í glasi að sumarið er komið. Það sem gerir þetta allt saman enn betra er að nú er hægt að sötra á 0% útgáfunni sem gefur þeirri upprunalegu ekkert eftir því Wilfred‘s, tónik og ís er einfaldlega uppskrift að sólskini í glasi. Óspennandi, dísætir og óhollir óáfengir valkostir fengu verkfræðinginn og kokteiláhugamanninn Chris Wilfred Hughes til að leggja upp í vegferð í leit að drykk sem væri í takt við tímann og byggi yfir öllu því sem góður drykkur þyrfti að hafa, nema áfengi! Bragð og gæði voru í fyrirrúmi í allri tilraunastarfseminni en eftir þónokkra leit um víða veröld komst Chris að því að bestu hráefnin í drykkinn hans voru þau sem minntu hann á heimaborgina London - ferskt rósmarín úr garði mömmu hans og beiskar appelsínur eins og í heimagerða marmelaðinu sem pabbi hans útbjó. Og eftir fleiri en 100 uppskriftaprófanir var hann kominn - Wilfred‘s fyrir hinn fullkomna 0% Spritz. Þá má sumarið koma.
0% kokteilar
Fingers Crossed
Lífrænir íblöndunardrykkir; bleikur greipaldin, tónik og engiferöl, sem voru þróaðir með veitingastaði og kokteilbari Kaupmannahafnar í huga. Eftir að Covid-faraldurinn lokaði öllu vonuðust Nørrebrew-menn til þess að drykkirnir myndi vekja jafn mikla lukku í heimahúsum – og það gerðu þeir svo sannarlega enda búnir til úr hráefnum þar sem bragð og gæði eru í fyrirrúmi.
Highball
Hjónin Red og Kate Johnson eru potturinn og pannan á bak við Highball sem framleiða klassíska kokteila, án áfengis. Sjálf leituðu þau að heppilegum staðgenglum fyrir sína uppáhaldsdrykki og hófu að prófa sig áfram með 0% valkosti, bæði til að bjóða upp á við ýmis tilefni en líka bara þegar þau langaði að slaka á heima með góðan drykk. Upp frá því varð Highball til en hjónin leggja áherslu á að vera trú upprunanum og allir drykkirnir eru enn handbruggaðir í litlum lotum. Aðeins náttúruleg hráefni eru notuð í Highball-drykkina og þeir eru án gervisætu og bragðefna. Highball státar nú af vörulínu með klassískum G&T, bleikum G&T, Mojito, Cosmopolitan, Italian Spritz og Ginger Dram. Allir fullkomnlega 0%.
Fluére
Í takt nýja tíma hafa hollenskir hugsjónamenn kynnt til sögunnar Flueré íblöndunardrykki. Þetta eru 0% drykkir sem sækja innblástur í klassíska áfenga drykki á borð við gin, romm og viskí og bruggaðir með sömu aðferð, en án áfengis. Hráefnin eru þau allra bestu sem völ er á; sykurreyr frá Dóminíska lýðveldinu, einiber frá víðáttum Himalaja-fjallanna, ilmandi lofnarblóm frá Frakklandi og sítrónur frá löndum Miðjarðarhafsins. Útkoman er margslungið bragð í fullkomnu jafnvægi sem skilur eftir sig þennan sérstaka neista sem við annars þekkjum bara frá áfengum drykkjum. Flueré býður Original, Amber, Pink og Smoked Agave, fullkomnir til íblöndunar til að kalla fram kokteila og blandaða drykki sem eru ýmist með lágt áfengismagn eða einfaldlega 0%.
Maté Maté
Maté íste er kaldbruggað lífrænt te lagað úr brasilísku yerba maté, með frískandi bragði og hressandi áhrifum. Yerba maté frá Suður-Ameríku er þekkt fyrir ríkulegt koffeinmagn og hefur í gegnum tíðina verið notað í te, náttúrulækningar og matargerð. Með sítrónu, límónu og örlitlum sykri breytist þetta nokkuð beiska upprunalega te í ljúffengan og frískandi náttúrulegan drykk sem er góður valkostur í stað sykraðra orkudrykkja.
Oddbird
Eftir að hafa starfað sem fjölskyldu- og félagsráðgjafi í yfir tvo áratugi hafði Moa Gürbüzer orðið vitni af þeim neikvæðu afleiðingum sem áfengisneysla hafði oft í för með sér. Hún sá að þörf var á allsherjar hugarfarsbreytingu þegar kom að drykkjumenningu og stofnaði Oddbird árið 2013, með það markmið að hrista upp í viðteknum venjum fólks við að gera sér glaðan dag með góðum drykk. Hún einsetti sér að þróa og framleiða vín á heimsmælikvarða, en losa þau við áfengið. Eftir standa hágæðavín, unnin úr úrvalsþrúgum og látin þroskast eftir kúnstarinnar reglum til að skapa óviðjafnanlegt bragð og enn betri upplifun. Oddbird er nú stærsti framleiðandi 0% víns í Skandinavíu.
Punchy
Punchy býr til drykki sem taka þig í ferðalög til framandi staða. Í heimi þar sem leiðinlegir drykkir eru reglan frekar en undantekning ákvað Punchy að búa til drykki sem ferðast með þig til framandi staða í hverjum sopa. Punchy vildu gera betur en sykurfylltu dósirnar sem margir bjóða upp á og völdu þar af leiðandi besta hráefni sem völ er á, styttu sér hvergi leiðir, með það að markmiði að búa til bestu drykki í heimi sem koma þér á óvart í hverjum sopa.
ALT.
ALT er metnaðarfullur framleiðandi á 0% freyðivíni og rósavíni. Vínin eru unnin úr Chardonnay og Tempranillo þrúgunni frá Suður -Spáni. Vínin eru þurr og henta sérstaklega vel með mat.
SPROUD
Jurtamjólk frá Svíþjóð unnin úr baunum. Frábær í kaffið, með morgunkorninu, í safann og ein og sér. Minni sykur, færri kolvetni og minna kolefnisfótspor en sambærilegar vörur.