SPROUD

 

Sproud jurtamjólkin er afsprengi sænskra frumkvöðla sem áttu það sameiginlegt að búa yfir áralangri reynslu af þróun umhverfisvænna matvæla og drykkja, auk þess að vera sérlegt áhugafólk um hið annars lítilláta hráefni – baunir. Fyrir utan hollustuþáttinn, frábært bragð og mjúka áferð þá skiptir umhverfisvinkillinn við framleiðslu Sproud líka miklu máli. Baunaræktun krefst afar lítillar vatns- og orkunotkunar, ef miðað er við ræktun annarra jurtamjólkurhráefna á borð við soja og hafra. Baunin er þar að auki svolítil ofurhetja því baunaplöntur auka gæði og frjósemi jarðvegsins þar sem þær eru ræktaðar.

Barista-mjólkin frá Sproud er hönnuð af kaffibarþjónum með það að markmiði að gera geggjaða kaffimjólk, nokkuð sem okkur finnst hafa tekist fullkomlega. Hún freyðir vel, er silkimjúk og dásamleg á bragðið og hefur þegar hlotið fjölmörg verðlaun á meðal kaffibarþjóna. Okkur þykir mikið gleðiefni að með tilkomu nýjuna eins og Sproud þurfi fólk ekki lengur að velja á milli bragðgæða, hollustu eða umhverfisins því hér er komin jurtamjólk sem tvinnar þetta allt saman með frábærum árangri.

 

💪🏼 Próteingjafinn er baunir sem gefur mun hærra próteininnihald en til dæmis hafrar. 3x meira prótein en haframjólk og 5x meira prótein en möndlumjólk.

🌿 Sproud er án algengustu ofnæmisvalda. (laktósa, hnetu, soja, glúten) og hentar því breiðum hópi fólks.

🍭 Minni og/eða enginn sykur. 50% minni sykur samanborið við kúamjólk og 75% færri hitaeiningar samanborið við haframjólk. Sproud er fyrsta vörumerkið sem hefur fengið viðurkenningu frá Sugarwise.

☕ Hefur fengið mörg Barista verðlaun og virkar vel í bæði kaffi og tedrykki. Skilur sig ekki í heitum drykk og leyfir kaffibragðinu að njóta sín.

🌏 Minnsta kolefnisfótsporið miðað við samkeppnisaðila eins og hafra, möndlu, soja, hrísgrjón og kókos. Baunirnar sem notaðar eru í Sproud eru ræktaðar án eiturefna. 

SPROUD er seld í Melabúðinni, Veganbúðinni og völdum Krónuverslunum (Akureyri, Granda, Lindum, Flatahrauni, Skeifunni, Mosfellbæ, Selfossi, Garðabæ auk snjallverslun Krónunnar). 

Kaffi- og veitingahús: Kaffi O-le, Kaktus, Kaffihús Vesturbæjar og Kjarval. Fleiri staðir væntanlegir:)

Ef þú vilt fá að prófa fyrir þinn vinnustað, sendu okkur línu á hallo@akkurat.is og við sendum ykkur prufu.