10 vinsælustu kokteilar Íslendinga

Í febrúar stendur Akkúrat fyrir Edrúar áskorun sem gengur út á það að sleppa áfengi í 28 daga í febrúar. Í tilefni af áskoruninni voru hátt í 2.000 Íslendingar spurðir um hver uppáhalds kokteillinn þeirra væri og niðurstöðurnar eru skemmtilegar.

Uppáhalds kokteill Íslendinga er Mojito. Mojito hefur lengi vel verið í miklu uppáhaldi hér á landi og á því virðist engin breyting vera. Í öðru sæti er hinn sígildi Gin & Tonic, þriðja sæti Moscow Mule, fjórða sæti Espresso Martini og fimmta sæti Whiskey Sour.

Top 10 listinn er birtur hér fyrir neðan en að auki nefndu rúm 30% aðra kokteila þannig að það er greinilegt að Íslendingar eru vel að sér og vilja gott úrval af kokteilum á börum og veitingahúsum.

  1. Mojito
  2. Gin & Tonic
  3. Moscow Mule
  4. Espresso Martini
  5. Whiskey Sour
  6. Basil Gimlet
  7. Strawberry Daquiri
  8. Sex on the Beach
  9. Negroni
  10. Aperol Spritz

 

Hátt í 2.000 einstaklingar hafa skráð sig í áskorunina og núna er um helmingur liðinn af Edrúar. Enn er hægt að skrá sig hér og vel þess virði að prufa hvaða kosti þú upplifir af því að vera án áfengis í einhvern tíma. Það þarf nefnilega ekki að vera leiðinlegt að taka þátt í Edrúar vegna þess að úrvalið af áfengislausum valkostum hefur aukist til muna.

Markmið Akkúrat er að fjölga betri áfengislausum valkostum og drykkir frá Akkúrat fást meðal annars á veitingastöðum, börum og í verslunum.

Til marks um það hversu fjölbreytt úrvalið er, er gaman að segja frá því að af vinsælustu kokteilunum á Íslandi í dag er hægt að gera þá alla án áfengis.

Hægt er að sjá uppskriftir að áfengislausum kokteilum með því að smella á nafnið hér fyrir ofan. Sjáðu vöruúrval Akkúrat hér.