Yfir 40.000 flöskur seldar á Íslandi

Áhugi á og eft­ir­spurn eft­ir áfeng­is­laus­um drykkj­um fer sí­vax­andi um all­an heim og er Ísland þar eng­in und­an­tekn­ing. Ein vin­sæl­asta var­an á þess­um markaði er danska freyðiteið Spark­ling Tea. Spark­ling Tea Comp­any var stofnað í Kaup­manna­höfn árið 2017 af Jacob Kocemba og Bo Sten Han­sen og er það fyrsta sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um. Spark­ling Tea er líf­rænt, án viðbætts syk­urs og er ým­ist áfeng­is­laust eða 5%. 

Hug­mynd­in að Spark­ling Tea fædd­ist þegar Jacob starfaði sem somm­elier á Michel­in-veit­ingastað í Kaup­manna­höfn og átti í vand­ræðum með að finna vín sem hægt væri að para með ákveðnum eft­ir­rétti á mat­seðlin­um. Eft­ir mikla leit ákvað Jacob, sem er mik­ill áhugamaður um te, að prófa að blanda sam­an mis­mun­andi teg­und­um af tei og hvít­víni.

Þessi nýji drykk­ur sló sam­stund­is í gegn hjá gest­um veit­ingastaðar­ins og Jacob fór að langa að færa út kví­arn­ar og gera drykk­inn aðgengi­leg­an fyr­ir stærri markað. Hann fékk til liðs við sig Bo Sten Han­sen sem hafði margra ára reynslu úr viðskipta­heim­in­um og Spark­ling Tea æv­in­týrið varð til.

„Við hætt­um báðir í fínu vinn­un­um okk­ar og fór­um að leigja pínu­litla skrif­stofu í Kaup­manna­höfn til þess að brugga áfeng­is­laust freyðite,“ seg­ir Bo hlæj­andi. Við tók um­fangs­mik­il vinna við að finna réttu tein og réttu blönd­una til að gefa það fín­gerða en kraft­mikla og þróaða bragð sem Spark­ling Tea er þekkt fyr­ir í dag. Jacob hef­ur þróað blönd­una sjálf­ur og er sá eini sem brugg­ar teið, enda hvíl­ir mik­il leynd yfir upp­skrift­inni. „Það sem ég vissi ekki um te áður en við stofnuðum Spark­ling Tea var hvað það er mik­il fjöl­breytni í þeim og hvað það skipt­ir miklu máli hvar og hvernig það er ræktað,“ seg­ir Bo.

„Það er í raun hægt að tala um te al­veg eins og vín og bragðnót­urn­ar geta verið jafn­mis­mun­andi eft­ir telauf­um eins og eft­ir vínþrúg­um. Í hverja flösku frá okk­ur fara um 6-13 mis­mun­andi líf­ræn­ar te­teg­und­ir. Í grunn­inn not­um við ”Sil­ver Pines” hvítt te, sem gef­ur mýkt og yf­ir­grips­mikið bragð, grænt te bæt­ir svo við dýpt og ”uma­mi” og svarta teið klár­ar þetta svo með smá beiskju og mikl­um tannín­um sem skila sér í þéttu og fjöl­breyttu bragði.“

Bo seg­ir að viðbrögðin hafi farið fram úr þeirra villt­ustu draum­um og í dag er Spark­ling Tea selt um all­an heim. „En viðtök­urn­ar hafa þó hvergi verið jafn góðar og á Íslandi. Miðað við höfðatölu er Ísland lang­stærsti markaður­inn okk­ar. Ég vildi óska að öll lönd gætu verið eins og Ísland!“ seg­ir Bo og hlær. Hann seg­ir þá fé­laga vera gríðarlega spennta að fá að koma og kynna Spark­ling Tea fyr­ir Íslend­ing­um, og hvet­ur fólk ein­dregið til að leggja leið sína í Epal í Skeif­unni í smakk og skemmti­legt spjall. 

Sól­rún María Reg­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Akkúrat, versl­un­ar með áfeng­is­lausa og 0% drykki, tek­ur í sama streng varðandi viðtök­ur Íslend­inga á Spark­ling Tea.

„Ég er mik­il áhuga­mann­eskja um te og kynnt­ist Spark­ling Tea árið 2019 og varð svo ótrú­lega glöð að finna áfeng­is­laus­an drykk sem var bæði góður og án viðbætts syk­urs. Ég ákvað að prófa að flytja inn eitt bretti og bjóst við að það tæki mig svona þrjá mánuði að selja það allt. Það tók þrjár vik­ur!” seg­ir Sól­rún hlæj­andi. „Þá ákvað ég að kaupa þrjú bretti og þau seld­ust enn hraðar. Í kring­um jól­in var ókunn­ugt fólk farið að banka uppá heima hjá mér og spyrja um Spark­ling Tea.” Aðspurð seg­ir hún að sí­fellt fleiri kjósi að velja áfeng­is­lausa drykki, en það þýði ekki að fólk vilji ekki taka þátt í stemmn­ing­unni sem fylg­ir því að skála með vin­um og fjöl­skyldu í góðum fagnaði.

„Það er ekki al­veg sama stemmn­ing að skála í sóda­vatni. Að opna góða flösku af Spark­ling Tea er al­veg jafn hátíðlegt og að opna flösku af kampa­víni. Eins og Jacob og Bo segja, þá eiga all­ir skilið gott glas af búbbl­um!”