Yfir 40.000 flöskur seldar á Íslandi
Áhugi á og eftirspurn eftir áfengislausum drykkjum fer sívaxandi um allan heim og er Ísland þar engin undantekning. Ein vinsælasta varan á þessum markaði er danska freyðiteið Sparkling Tea. Sparkling Tea Company var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2017 af Jacob Kocemba og Bo Sten Hansen og er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Sparkling Tea er lífrænt, án viðbætts sykurs og er ýmist áfengislaust eða 5%.
Hugmyndin að Sparkling Tea fæddist þegar Jacob starfaði sem sommelier á Michelin-veitingastað í Kaupmannahöfn og átti í vandræðum með að finna vín sem hægt væri að para með ákveðnum eftirrétti á matseðlinum. Eftir mikla leit ákvað Jacob, sem er mikill áhugamaður um te, að prófa að blanda saman mismunandi tegundum af tei og hvítvíni.
Þessi nýji drykkur sló samstundis í gegn hjá gestum veitingastaðarins og Jacob fór að langa að færa út kvíarnar og gera drykkinn aðgengilegan fyrir stærri markað. Hann fékk til liðs við sig Bo Sten Hansen sem hafði margra ára reynslu úr viðskiptaheiminum og Sparkling Tea ævintýrið varð til.
„Við hættum báðir í fínu vinnunum okkar og fórum að leigja pínulitla skrifstofu í Kaupmannahöfn til þess að brugga áfengislaust freyðite,“ segir Bo hlæjandi. Við tók umfangsmikil vinna við að finna réttu tein og réttu blönduna til að gefa það fíngerða en kraftmikla og þróaða bragð sem Sparkling Tea er þekkt fyrir í dag. Jacob hefur þróað blönduna sjálfur og er sá eini sem bruggar teið, enda hvílir mikil leynd yfir uppskriftinni. „Það sem ég vissi ekki um te áður en við stofnuðum Sparkling Tea var hvað það er mikil fjölbreytni í þeim og hvað það skiptir miklu máli hvar og hvernig það er ræktað,“ segir Bo.
„Það er í raun hægt að tala um te alveg eins og vín og bragðnóturnar geta verið jafnmismunandi eftir telaufum eins og eftir vínþrúgum. Í hverja flösku frá okkur fara um 6-13 mismunandi lífrænar tetegundir. Í grunninn notum við ”Silver Pines” hvítt te, sem gefur mýkt og yfirgripsmikið bragð, grænt te bætir svo við dýpt og ”umami” og svarta teið klárar þetta svo með smá beiskju og miklum tannínum sem skila sér í þéttu og fjölbreyttu bragði.“
Bo segir að viðbrögðin hafi farið fram úr þeirra villtustu draumum og í dag er Sparkling Tea selt um allan heim. „En viðtökurnar hafa þó hvergi verið jafn góðar og á Íslandi. Miðað við höfðatölu er Ísland langstærsti markaðurinn okkar. Ég vildi óska að öll lönd gætu verið eins og Ísland!“ segir Bo og hlær. Hann segir þá félaga vera gríðarlega spennta að fá að koma og kynna Sparkling Tea fyrir Íslendingum, og hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína í Epal í Skeifunni í smakk og skemmtilegt spjall.
Sólrún María Reginsdóttir, framkvæmdastjóri Akkúrat, verslunar með áfengislausa og 0% drykki, tekur í sama streng varðandi viðtökur Íslendinga á Sparkling Tea.
„Ég er mikil áhugamanneskja um te og kynntist Sparkling Tea árið 2019 og varð svo ótrúlega glöð að finna áfengislausan drykk sem var bæði góður og án viðbætts sykurs. Ég ákvað að prófa að flytja inn eitt bretti og bjóst við að það tæki mig svona þrjá mánuði að selja það allt. Það tók þrjár vikur!” segir Sólrún hlæjandi. „Þá ákvað ég að kaupa þrjú bretti og þau seldust enn hraðar. Í kringum jólin var ókunnugt fólk farið að banka uppá heima hjá mér og spyrja um Sparkling Tea.” Aðspurð segir hún að sífellt fleiri kjósi að velja áfengislausa drykki, en það þýði ekki að fólk vilji ekki taka þátt í stemmningunni sem fylgir því að skála með vinum og fjölskyldu í góðum fagnaði.
„Það er ekki alveg sama stemmning að skála í sódavatni. Að opna góða flösku af Sparkling Tea er alveg jafn hátíðlegt og að opna flösku af kampavíni. Eins og Jacob og Bo segja, þá eiga allir skilið gott glas af búbblum!”