0% Negroni - er það hægt?
Negroni er áfengi, blandað við áfengi, blandað við áfengi borið fram í glasi með klaka. Það ómögulega er núna mögulegt. Með drykkjunum frá Lyre's er hægt að blanda 0% Negroni eða Nogroni eins og hann er oft kallaður á börum bæjarins.
Fjöldi
1
Tími
5 mínútur
Höfundur:
Akkúrat
Innihald
-
30 ml Lyre’s Dry London
-
30 ml Lyre’s Apéritif Rosso
-
30 ml Lyre’s Italian Orange
-
Valfrjálst: Orange Bitter frá All the Bitter
Leiðbeiningar
Komdu þér þægilega fyrir með þitt uppáhalds Negroni glas
Settu einn klaka í glasið. Best er að hafa hann stóran og ferkanaðan frá Klakavinnslunni
Helltu öllum innihaldsefnum út á klakann
Blandaðu öllu varlega saman
Ef þú átt til er ekki verra að bæta við smá Orange Bitter frá All the Bitter
Skreyttu með appelsínuberki