Gin & Tonic er uppáhaldskokteill svo margra og við getum glatt ykkur öll með þeim fréttum að með góðu tóniki og góðu 0% gini er hægt að búa til ansi bragðgóða G&T drykki. Við notum annað hvort 2097 ginið frá Oddbird eða Lyre's Dry London í þennan kokteil.
Hafðu til uppáhalds gin og tónik glasið þitt. Við drekkum G&T í Highball glösum.
Fylltu það með klökum frá Klakavinnslunni
Helltu gininu út á klakana
Helltu tónikinu yfir klakana
Blandaðu varlega með skeið eða kokteilhræru
Skreyttu með sítrónusneið
Hægt er að útfæra kokteilinn eftir eigin höfði eð því til dæmis að bæta Aromatic bitter dropum út í, skreyta með gúrku og pipar eða rósmaríngrein og blóðappelsínu.