Mojito - vinsælasti kokteill í heimi🍈
Mojito, mojito, mojito. Þessi eini sanni, og nú 0%!
Fjöldi
1
Tími
5 mínútur
Höfundur:
Akkúrat
Innihald
-
75 ml Lyre’s White Cane Spirit
-
30 ml safi úr lime (límónu)
-
15 ml sykursýróp (1:1) EÐA brúnn sykur
-
8-10 myntulauf
-
30 ml sódavatn
Leiðbeiningar
Við drekkum Mojito úr háu kokteilglasi en dæmum ekki ef þú notar annarskonar glas
Fylltu glasið með klökum frá Klakavinnslunni
Kremdu saman í morteli helminginn af myntulaufunum og sykurinn. Ef þú ert að nota sýróp er nóg að kremja myntulaufin.
Blandaðu öllum hráefnunum saman í glasinu.
Toppaðu með sódavatni og blandaðu varlega.
Skreyttu með lime sneið og myntulaufi.