Lucky Saint
Bretar taka bjórinn sinn alvarlega. Einn tiltekinn Breti, Luke Boase, tók þó áskoruninni um að búa til frábæran 0% bjór enn alvarlegar, hætti í vinnunni sinni og hellti sér út í bruggvísindi og þrotlausa tilraunastarfsemi. Markmiðið var ekki síður að breyta hugsunarhætti fólks til 0% bjórs, allt frá tilhugsuninni, til drykkjarins sjálfs og loks upplifunarinnar. Og svo tókst það! Með úrvalshráefnum, hágæðavatni, einstakri nýrri bruggaðferð við að búa til áfengislausan bjór - og smá heppni - varð Lucky Saint 0% ósíaður lagerbjór að veruleika.
Sölustaðir:
Krónan | Melabúðin
http://www.sante.is
Lucky Saint er hægt að fá á betri börum og veitingastöðum bæjarins. Einnig er hægt að fá Lucky Saint á krana hjá Skuggabaldri við Austurvöll - mælum mikið með heimsókn þangað.