Nörrebrew

Litla lífræna brugghúsið Nørrebrew gæti auðvitað ekki verið staðsett annarsstaðar en á Nørrebro í Kaupmannahöfn. Þeir hófust handa árið 2013 með Maté Maté en framleiða í dag lífræna orkudrykki, tónik, engiferöl, bjór og að sjálfsögðu íste með Maté.

Maté Maté íste er kaldbruggað lífrænt te lagað úr brasilísku yerba maté, með frískandi
bragði og hressandi áhrifum. Yerba maté frá Suður-Ameríku er þekkt fyrir ríkulegt
koffeinmagn og hefur í gegnum tíðina verið notað í te, náttúrulækningar og matargerð. Með
sítrónu, límónu og örlitlum sykri breytist þetta nokkuð beiska upprunalega te í ljúffengan
og frískandi náttúrulegan drykk sem er góður valkostur í stað sykraðra orkudrykkja.