Highball
Highball Ginger Dram
Hjónin Red og Kate Johnson eru potturinn og pannan á bak við Highball sem framleiða klassíska kokteila, án áfengis. Sjálf leituðu þau að heppilegum staðgenglum fyrir sína uppáhaldsdrykki og hófu að prófa sig áfram með 0% valkosti, bæði til að bjóða upp á við ýmis tilefni en líka bara þegar þau langaði að slaka á heima með góðan drykk. Upp frá því varð Highball til en hjónin leggja áherslu á að vera trú upprunanum og allir drykkirnir eru enn handbruggaðir í litlum lotum. Aðeins náttúruleg hráefni eru notuð í Highball-drykkina og þeir eru án gervisætu og bragðefna. Highball státar nú af vörulínu með klassískum G&T, bleikum G&T, Mojito, Cosmopolitan, Italian Spritz og Ginger Dram. Allir fullkomnlega 0%.